Íris Ólafsdóttir

Bangkok Norðursins

Í hönnuninni minni er ég mikið að rannsaka mitt eigið líf og vina minna, hvað það er að vera ung manneskja í dag. Í línunni minni var það rauði þráðurinn en ég ákvað einnig að fara aðeins betur ofan í upplifun mína á Reykjavík, þar sem er endalaust veður sem veður inn á mann og allar nætur eru menningarnætur. 

Ég vann með ull, blúndu, garn til að kalla fram áhugaverðar áferðir og notaði lög til þess að kalla fram mjúkar og óhefðbundnar silúettur.