Klara Sigurðardóttir

Textíll hefur mismunandi áhrif á húðina. Sum föt eru hönnuð til að vernda hana en önnur til að fegra eða til að ná fram vissu útliti. Nylon sokkabuxur eru í eðli sínu mjög viðkvæmur og vandmeðfarinn/berskjalda textíll. Þær rifna mjög auðveldlega og geta nánast verið einnota flík og eru tilgangslausar gagnvart húðinni þegar kemur að því að vernda hana. Reiðföt eru gerð úr endingarmiklum efnum sem virka sem hlífðarbúnaður gagnvart aðstæðum og athöfnum sem þau eru hönnuð fyrir. Ég vann með þessar andstæður og skoðaði leiðir til að fá útkomu sem er andstæð upprunalegum tilgang textílsins og fann leiðir til að blanda honum saman. Einnig skoðaði ég mynstur sem finnast í líkamanum.

Ljósmyndari: Sigríður Hermannsdóttir

Förðun: Hafdís Björg Davíðsdóttir

Módel: Mari Ann Valkna